Í dag var undirritaður samningur um leigu á nýju húsnæði fyrir Arkitektastofuna OG að Skúlatúni 2 í Reykjavík. Aðsetur stofunnar verður á fjórðu hæð í húsinu. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði afhent þann 1. maí næstkomandi.

s.180.113.16777215.0.stories.skulatun

Húsið að Skúlatúni 2 er teiknað af Einari Sveinssyni fyrrum húsameistara Reykjavíkur, og var aðsetur borgarstjórnar þar til ráðhúsið var byggt. Síðan hefur það hýst stofnanir borgarinnar, nú síðast framkvæmdasvið.