Arkitektastofan OG er einkahlutafélag í eigu Garðars Guðnasonar og Sigurðar Gústafssonar. Stofan var stofnuð árið 1967 undir nafninu Arkitektastofan OÖ af Ormari Þór Guðmunds-syni og Örnólfi Hall og hefur starfað óslitið síðan, en 2006 var nafninu breytt í Arkitektastofan OG.

Markimið Arkitektastofunnar OG eru að stuðla að góðri byggingarlist og bættu umhverfi, og að veita viðskiptavinum bestu faglegu ráðgjöf sem völ er á. Starfsmenn hafa fjölbreyttan bakgrunn, og við leggjum áherslu á að allir starfsmenn séu vel menntaðir og hæfir, og þannig færir um að sinna þörfum viðskiptavina sem best.

Einn helsti styrkur Arkitektastofunnar OG er staðgóð reynsla af mjög fjölbreyttum verkefnum, sem spanna skipulagsgerð, hönnun bygginga af öllu tagi allt til innréttinga og húsgagna. Meðal bygginga stofunnar eru allar tegundir íbúðarhúsa, skólar, íþróttamiðstöðvar, sjúkra-hús, kirkjur, verslanir, skrifstofur, iðnaðar-húsnæði og orkuver. Auk þess að hanna nýbyggingar, kappkostum við að sinna vel eldri verkum stofunnar. Þegar breyta þarf eða byggja við, er lögð áhersla á að virðing við eldri byggingar haldist í hendur við nútímalegt yfirbragð sem hæfir breyttri starfsemi.

Á sviði húsgagna- og innréttingahönnunar hafa starfsmenn stofunnar starfað á alþjóðlegum vettvangi og hlotið ýmsar viðurkenningar. Þar ber hæst Söderberg-verðlaunin, stærstu hönnunarverðlaun á Norðurlöndum, sem Sigurður Gústafsson hlaut árið 2003 og Bruno Mahtsson verðlaunin árið 2001.

Þátttaka í samkeppnum er mikilvægur þáttur starfseminnar, enda liður í því að þróa hugmyndir og kanna nýjar leiðir í byggingarlist. Stofan hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir þátttöku í opnum og innboðnum samkeppnum, auk ýmis konar viðurkenninga á öðrum vettvangi.

Arkitektastofan OG er til húsa að Hátúni 6A í Reykjavík. Flest verk eru unnin í þrívíddar-líkönum, með svokallaðri BIM-aðferðafræði (Building Information Modeling), en einnig eru teikningar unnar í Autocad.

Hafa samband:

Sími 562 6833 arkitektastofan@arkitektastofan.is

Garðar Guðnason: gardar@arkitektastofan.is, sími 864 0488

Sigurður Gústafsson: sigurdur@arkitektastofan.is