Í dag var skrifað undir samning um hönnun 25 keðjuhúsa við Unnargrund í Garðabæ, en Unnargrund er ný gata sjávarmegin við Reykjanesbraut, skammt vestan við Arnarnes. Það er Byggingarfélag eldri borgara í Garðabæ sem stendur að byggingu húsanna, og var tillaga Arkitektastofunnar OG valin til útfærslu eftir samkeppni.